Sigurður VE-15

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður VE 15
Mynd:Sigurður VE.jpg
Skipanúmer: {{{skipanúmer}}}
Smíðaár: {{{smíðaár}}}
Efni: {{{Efni}}}
Skipstjóri: Kristbjörn Árnason
Útgerð: Ísfélag Vestmannaeyja
Þyngd: 1.228 brúttótonn
Lengd: 64,8m
Breidd: 10,3m
Ristidýpt: 8,1m
Vélar: Nohab Polar 2.399 hö,

1.766 kW árg. 1978.

Siglingahraði: sjómílur
Tegund: Togari
Bygging: 1960, Bremerhaven, Þýskalandi
Smíðastöð: {{{smíðastöð}}}
Heimahöfn: {{{Heimahöfn}}}
Kvóti 2004-2005 alls 651.727,96 þíg.

Sigurður VE 15 var smíðaður í Seebeck Werft skipasmíðastöðinni í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1960 og var afhentur eigendum sínum í september það ár. Skipið var smíðað fyrir Ísfell á Flateyri, en það fyrirtæki var í eigu Einars Sigurðssonar, Einars ríka, eins og hann var oftast nefndur. Í dag gerir Ísfélagið Sigurð út.

Sigurður hlaut fyrst einkennisstafina ÍS 33 en var aldrei gerður út frá Flateyri heldur Reykjavík enda var hann síðar skráður í Reykjavík og hlaut þá einkennisstafina RE 4. Hann var í eigu Ísfells til 1984. Þá eignast Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hann og 1992 verður hann eign Ísfélagsins þegar Hraðfrystistöðin og Ísfélagið sameinast. Þá fær hann einkennisstafina VE 15.

Sigurður var smíðaður með það fyrir augum að gera hann út til karfaveiða við Nýfundnaland en togarar höfðu þá mokað karfanum upp þar. Skipstjóri á Sigurði er hann kom til landsins var Pétur Jóhannsson en hann var það einungis fáa túra, því skömmu eftir að Sigurður hóf veiðar var karfinn við Nýfundnaland uppurinn og því lítil verkefni fyrir skipið, enda var því lagt um hríð.

Árið 1963 hóf Sigurður veiðar að nýju, þá sem togari á Íslandsmiðum, undir skipstjórn Auðuns Auðunssonar og varð þá strax mikið afla- og happaskip og hefur verið æ síðan. Guðbjörn Jensson tók við skipstjórn á Sigurði haustið 1965 og var með hann þar til í september 1966 en þá tók Arinbjörn Sigurðsson við skipstjórninni og var með Sigurð til ársins 1973 er hætt var að gera skipið út sem togara í september það ár. Þá var Sigurði breytt í nótaveiðiskip en sú breyting var gerð í Kristjánssandi í Noregi. Sigurður aflaði afbragðsvel sem síðutogari og á árunum 1963 til 1972 varð hann átta sinnum aflahæsti togari landsins og mesti afli sem hann kom með í einni veiðiferð voru 537 tonn af karfa og þorski.

Nótaskipið Sigurður kom til landsins eftir breytingarnar vorið 1974 og frá þeim tíma hefur Kristbjörn Árnason, Bóbi eins og hann er yfirleitt nefndur, verið skipstjóri þar, en á tímabili var Haraldur Ágústsson skipstjóri á móti honum. Sigurður bar um 900 tonn þar til byggt var yfir skipið en það var gert í Hafnarfirði árið 1976 af skipasmíðastöðinni Stálvík.

Eins og áður sagði hefur Sigurður verið mikið aflaskip og eftir að skipinu var breytt í nótaskip hefur það alla tíð aflað afbrags vel. Árið 1975 setti Sigurður m.a. met er skipið landaði rúmlega 40 þúsund tonnum á árinu.

Sigurður færður til hafnar í Noregi

Í júlímánuði árið 1997 var Sigurður færður til hafnar í Bodö í Noregi af norsku strandgæslunni, þar sem skipið var að loðnuveiðum innan norskrar lögsögu. Tilefnið var vanræksla skipstjóra á tilkynningaskyldu ásamt rangfærslu í veiðidagbók, að sögn gæslumanna. Útgerð og skip var boðin dómsátt að upphæð 430 þúsunda norskra króna eða um 4.3 milljóna íslenskra króna. Ákveðið var að hafna því boði. Dæmt var í málinu og fór svo að sektin var staðfest. Ísfélag Vestmannaeyja ákvað að áfrýja til næsta dómstigs. Var skipstjóri og útgerð sýknuð, en norska ákæruvaldið kærði því næst til æðsta dómstigs. Lokaniðurstaða fékkst í málið og féllust málsaðilar á dómsátt sem hljóðaði þannig að útgerð og skipstjóri greiddu helming upphaflegrar sektar.


<meta:creator>Skapti Örn Ólafsson</meta:creator>