Sigurður Stefánsson (sýslumaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurður Stefánsson, sýslumaður 1723 til 1738. Foreldrar hans voru Stefán Þórarinsson og Vilborg Guðmundsdóttir úr Meðallandi, Vigfússonar. Hann ólst upp í Skarðshjáleigu í Mýrdal hjá Þorleifi lögréttumanni Einarssyni. Hann var fyrst settur sýslumaður í Vestmannaeyjum 1723 en fékk veitingu fyrir sýslunni 1727 og hélt henni til 1738. Kona hans var Þórunn Jónsdóttir, launsonar Ólafs sýslumanns Einarssonar. Þau bjuggu að Oddsstöðum í Vestmannaeyjum og áttu saman 10 börn.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.