Sigurður Markússon (tónlistarmaður)
Sigurður Breiðfjörð Markússon frá Sæbóli í Aðalvík, málari, tónlistarmaður, tónlistarkennari fæddist 1. nóvember 1927 og lést 27. júní 2023.
Foreldrar hans Markús Kristján Finnbjörnsson, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 3. mars 1885, d. 11. mars 1972, og kona hans Herborg Árnadóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1885, d. 15. janúar 1934. Vegna veikinda á heimili sínu var hann fóstraður hjá Elínu Hermannsdóttur og Abraham Jónssyni að Læk.
Sigurður var í skóla á Reykjanesi og var einnig hjá Þorsteini prófasti í Vatnsfirði og lærði þar nokkuð á orgel.
Sigurður lærði málaraiðn hjá Einari Lárussyni málarameistara 1944-1948, lauk prófum í Iðnskólanum í Eyjum og sveinsprófi 1949 og meistararéttindi fékk hann 1952. Hann lauk prófum í Tónlistarskólanum í Rvk í klarinettleik 1953, tónlistarnámi í Florida State University 1955, prófi í fagottleik í Curtis Institute of Music í Fíladelfíu í Bandaríkjunum 1958, stundaði framhaldsnám í Þýskalandi og Englandi 1964-1965.
Sigurður var fagottleikari í Symfóníuhljómsveit Íslands 1958-1992,
kennari við Tónlistarskólann í Rvk í tónheyrn og fagottleik frá 1958 og einnig við aðra tónlistarskóla. Hann stjórnaði m.a. Stúdentakórnum um skeið og Rarikkórnum ásamt því að stofna og starfa um árabil í Blásarakvintett Reykjavíkur. Hann var einn af stofnendum Musica Nova og og Kammersveitar Reykjavíkur og í stjórn þess frá byrjun
Hann var í stjórn Félags íslenskra hljómlistarmanna frá 1965, fulltrúi þess í Bandalagi íslenskra listamanna frá 1965-1971.
Á árum sínum í Eyjum lék hann með Lúðrasveitinni.
Hann eignaðist barn með Sólveigu 1952.
Þau Sigurveig giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Sigurður lést 2023.
I. Barnsmóðir Sigurðar er Sólveig Einarsdóttir, f. 24. október 1930.
Barn þeirra:
1. Höskuldur Borgar Ásgeirsson, f. 29. mars 1952. Hann er kjörbarn Ásgeirs Höskuldssonar og Ingileifar Guðbjargar Markúsdóttur. Kona hans Elsa Þuríður Þórisdóttir.
II. Kona Sigurðar, (1952, skildu), var Sigurveig Ragnarsdóttir, húsfreyja, f. 28. febrúar 1931 í Hfirði, d. 29. mars 2018. Foreldrar hennar voru Ragnar Guðlaugsson, bryti, veitingamaður í Rvk, f. 8. nóvember 1897, d. 11. desember 1977, og Guðrún Guðmundsdóttir frá Skálholti í Rvk, húsfreyja, f. 7. nóvember 1899, d. 29. ágúst 1976.
Börn þeirra:
2. Ragnar Sigurðsson, framhaldsskólakennari, f. 28. febrúar 1953. Kona hans Margrét Jónsdóttir.
3. Markús Sigurðsson, rafmagnstæknifræðingur, f. 13. desember 1959. Kona hans Kristín Kristinsson.
4. Styrmir Sigurðsson, kvikmyndagerðarmaður, f. 30. nóvember 1967. Kona hans Halldóra G. Ísleifsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
- Morgunblaðið. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.