Sigurður Kristjánsson (Sjónarhól)
Sigurður Kristjánsson frá Sjónarhóli, framreiðslumaður fæddist þar 13. febrúar 1918 og lést 21. nóvember 1980.
Foreldrar hans voru Kristján Hansen Tronhjem, og barnsmóðir hans Guðrún Helga Einarsdóttir, f. 13. mars 1894, d. 1928.
Sigurður var með móður sinni á Sjónarhóli 1918, flutti ungbarn til Rvk.
Hann lærði til þjóns og vann við greinina.
I. Barn hans með Maríu Þóru Sigurðardóttur frá Geirastöðum í Sveinsstaðahreppi í A.-Hún., f. 1. nóvember 1919, d. 10. ágúst 2004.
1. Erla Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 8. maí 1939. Maður hennar Jón Elímar Gunnarsson frá Borgarfelli í Skaftártungu.
II. Kona Sigurðar var Stefanía Aðalsteinsdóttir frá Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði, húsfreyja í Rvk, f. 1. nóvember 1922, d. 12. janúar 1999. Foreldrar hennar voru Ottó Aðalsteinn Stefánsson útvegsbóndi frá Höfðahúsum, f. 12. október 1898, d. 6. ágúst 1987, og kona hans Valgerður Júlía Jónsdóttir frá Rauðsbakka u. Eyjafjöllum, f. 1. júlí 1899, d. 11. september 1961.
Börn þeirra:
2. Valgerður Jóna Sigurðardóttir, f. 25. júlí 1943. Maður hennar Hrafn Þórisson.
3. Ragnar Aðalsteinn Sigurðsson, f. 5. október 1944. Kona hans Nanna Ragnarsdóttir.
4. Stefán Sigurðsson, verkfræðingur í Rvk, f. 27. júní 1953 í Rvk. Kona hans Helga Jónsdóttir.
5. Sigurður Sigurðsson, f. 9. desember 1951, d. 1. janúar 2012.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Stefaníu.
- Prestþjónustubækur.
- Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.