Sigurður I. Ólafsson (kennari)
Sigurður Ingvi Ólafsson kennari fæddist 28. febrúar 1929 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Ólafur Pálsson Ólafsson veitingamaður, f. 3. janúar 1897, d. 22. apríl 1965, og kona hans Helga Pálína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 7. september 1901, d. 13. maí 1987.
Sigurður lauk landsprófi utanskóla í M.R. 1950, tók próf í forspjallsvísindum og efnafræði læknanema í H.Í. 1955, nam í Háskólanum í Vínarborg (læknisfræði einn vetrur, þýska, ensk listasaga, og blaðamennska 3 vetur, tók 1. stigs próf í blaðamennsku og tungumálum). Hann las þýsku og dönsku í H.Í. 1960-1961.
Sigurður kenndi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1961-1962, í Héraðsskólanum á Núpi 1962-1963, Gagnfræðaskólanum í Kópavogi 1963-1966, Gagnfræðaskólanum í Garðahreppi 1967-1968.
Rit: Kvöldið, 1961.
Hann eignaðist barn með Guðrúnu Huldu 1955.
Þau Finnboga giftu sig 1960, eignuðust tvö börn.
Finnboga lést 2007.
I. Barnsmóðir Sigurðar var Guðrún Hulda Jónsdóttir, f. 7. júní 1923, d. 20. febrúar 1994.
Barn þeirra:
1. Ólafur Sigurðsson, f. 13. nóvember 1955.
II. Kona Sigurðar, (1. desember 1960), var Finnboga Alda Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1941, d. 17. september 2007. Foreldrar hennar voru Kristján Kjartansson útgerðarmaður á Siglufirði, f. 15. október 1899, d. 21. nóvember 1955, og kona hans Ólína Sigurey Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 9. janúar 1909, d. 19. júní 1987.
Börn þeirra:
1. Helga Pálína Sigurðardóttir, f. 20. október 1960.
2. Þórdís Dröfn Sigurðardóttir, f. 14. desember 1961. Maður hennar Einar Ásgeirsson.
3. Inga Hrefna Sigurðardóttir, f. 2. apríl 1963. Maður hennar Jeffrey Bobbin.
4. Kristján Sigurðsson, f. 21. maí 1965. Kona hans Karol Ólafsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.