Sigurður Guðmundsson (Gjábakka)
Sigurður Ólafs Guðmundsson frá Stóra-Gjábakka við Bakkastíg 8, búfræðingur, verkamaður fæddist þar 27. ágúst 1938 og lést 4. nóvember 2023 á Landakoti í Rvk.
Foreldrar hans voru Guðmundur Pálsson sjómaður, f. 4. maí 1908, d. 10. febrúar 1984, og kona hans Fanney Sigríður Sigurðardóttir frá Rafnseyri, húsfreyja, f. 30. janúar 1912, d. 29. maí 1968.
Börn Sigríðar og Guðmundar:
1. Sigurður Ólafs Guðmundsson, f. 27. ágúst 1938 á Stóra Gjábakka. Kona hans Kristrún Ólafsdóttir.
2. Páll Guðmundur Guðmundsson, f. 30. júlí 1941 í Reykjavík, d. 15. mars 2021. Fyrrum kona hans Sigríður Svanhildur Magnúsdóttir Snæland. Kona hans Ásta Jónsdóttir.
3. Margrét Guðmundsdóttir, f. 13. september 1944 í Reykjavík. Maður hennar Bergþór Einarsson.
4. Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, f. 9. júní 1953 í Reykjavík. Maður hennar Helgi Klaus Pálsson.
Sigurður var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur um 1940.
Hann varð búfræðingur í Bændaskólanum á Hvanneyri.
Sigurður vann ýmis störf til sjós og lands, var vinnumaður í Hrunamannahreppi, vann hjá póstinum og í byggingavinnu.
Þau Kristrún giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Kristrún lést 2021 og Sigurður 2023.
I. Kona Sigurðar var Kristrún Ólafsdóttir húsfreyja, f. 2. júlí 1945, d. 6. júní 2021. Foreldrar hennar voru Ólafur Tryggvason bókbindari, f. 28. ágúst 1902, d. 22. ágúst 1983, og kona hans Sigríður Jakobína Sigurgeirsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1913, d. 6. mars 2004.
Börn þeirra:
1. Sigríður Katrín Sigurðardóttir, f. 15. júní 1972. Maður hennar Ingvar Magnússon.
2. Guðmundur Ólafur Sigurðsson, f. 14. júní 1975. Kona hans Bryndís Guðnadóttir.
3. María Erla Sigurðardóttir, f. 7. september 1983. Maður hennar Pádraig Ó. Diolún.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 11. desember 2023. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.