Sigurður Erlendsson (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Erlendsson vinnumaður á Ofanleiti fæddist í september 1830 á Heylæk í Fljótshlíð og lést 7. ágúst 1876 á Ofanleiti. Foreldrar hans voru Erlendur Pétursson bóndi og fyrri kona hans Kristín Erlendsdóttir húsfreyja

Sigurður var með foreldrum sínum á Heylæk 1835, með föður sínum og síðari konu hans Guðrúnu Jensdóttur stjúpu sinni þar 1840. Þar var einnig alnafni hans og jafnaldri, f. 3. apríl 1830, sonur Guðrúnar frá fyrra hjónabandi.
Sigurður var vinnudrengur á Miðeyjarhólmi í A-Landeyjum 1845, vinnumaður þar 1850 og 1855.
Hann fluttist frá Hólmahjáleigu að Ofanleiti 1856, var vinnumaður þar til 1858, í Ottahúsi 1859-1866, í Garðinum 1867-1868, í Jómsborg (áður Ottahús) 1869, en að Ofanleiti 1870 til dd. 1876, - „dó hastarlega af brjóstveiki“.
Sigurður var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.