Sigurður Bjarnason (Hofsnesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Bjarnason.

Sigurður Bjarnason frá Svínafelli í Öræfum, bóndi á Hofsnesi þar, vörubílstjóri, sjómaður, frumkvöðull fæddist 12. nóvember 1932 og lést 17. janúar 2020 í Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði.
Foreldrar hans voru Bjarni Sigurðsson bóndi, f. 1. ágúst 1899 á Hofsnesi, d. 13. mars 1985, og kona hans Lydía Angelíka Pálsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 18. ágúst 1899 á Svínafelli, d. 5. janúar 1969.

Sigurður var með foreldrum sínum.
Hann vann sveitastörf, var sjómaður í Eyjum, bifreiðastjóri við lagningu hringvegarins, var þungavinnuvélstjóri. Sigurður hætti sauðfjárbúskap 1988, rak refarækt og var sláturhússstjóri. Síðan hóf hann að fara með ferðafólk á heykerru í Ingólfshöfða.
Sigurður var áhugamaður í skógrækt, var félagi í Landgræðslufélagi Öræfinga, safnaði birkifræi í Bæjarstaðaskógi og sáði.
Þau Álfheiður giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hofsnesi, á Stokkseyri, í Eyjum og aftur í Hofsnesi, en skildu 1980.
Sigurður lést 2020.

I. Kona Sigurðar, (1966, skildu 1980), er Álfheiður Ósk Einarsdóttir frá Bjarmahlíð, húsfreyja, f. 28. október 1943.
Börn þeirra:
1. Bjarni Diðrik Sigurðsson á Selfossi, með doktorspróf í skógfræði, prófessor á Hvanneyri, f. 8. mars 1966. Kona hans Anna Jónsdóttir frá Hellu.
3. Einar Rúnar Sigurðsson ferðaþjónustubóndi í Hofsnesi í Öræfum, fer með fólk á Hvannadalshnjúk, f. 26. júlí 1968. Kona hans Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir Matthíassonar.
4. Eyrún Ósk Sigurðardóttir leikskólakennari, býr á Canaryeyjum, f. 17. september 1972. Barnsfaðir hennar Moshe Biton.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.