Sigrún Árnadóttir (Háeyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóhanna Sigrún Árnadóttir.

Jóhanna Sigrún Árnadóttir frá Ölvesholtshjáleiggu í Holtum, húsfreyja, saumakona, forstöðukona fæddist 30. desember 1923 og lést 3. maí 2018 á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Árni Árnason bóndi, kennari í Ölvesholtshjáleigu í Holtum, f. 2. nóvember 1886, d. 4. september 1948, og kona hans Marsibil Jóhannsdóttir frá Efri-Hömrum í Holtum, Rang., húsfreyja, f. 22. mars 1893, d. 26. desember 1980.

Sigrún var meö foreldrum sínum í æsku.
Hún lærði saumaskap af móður sinni og hjá klæðskera í Reykjavík og vann mikið við iðnina. Á Selfossi vann Sigrún sumarvinnu hjá Mjólkurbúi Flóamanna, í Sundhöll Selfoss og frá 1968 hjá Sjúkrahúsi Suðurlands, var þar forstöðumaður þvottahúss og saumakona þar til hún lét af störfum í árslok 1993.
Þau Ingi hófu sambúð á Háeyri, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Bárður Kjartan giftu sig 1953, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Selfossi, fyrst á Austurvegi 61, en byggðu svo einbýlishús á Sólvöllum 15 og fluttu í það 1965.
Jóhanna Sigrún dvaldi að síðustu á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi og lést 2018 og Bárður lést 2022.

I. Sambúðarmaður Sigrúnar var Ágúst Ingi Guðmundsson frá Háeyri, sjómaður, verkamaður, f. 20. október 1922, d. 2. október 1976.
Börn þeirra:
1. Brynja Ágústsdóttir, f. 17. febrúar 1944 í Eyjum. Maður hennar Eggert Simonsen.
2. Ásta Hlíf Ágústsdóttir, f. 11. febrúar 1945, d. 7. mars 2018.

II. Maður Sigrúnar, (4. apríl 1953), var Bárður Kjartan Vigfússoon frá Ljótarstöðum í Skaftártungu, V.-Skaft., bifreiðastjóri, vinnuvélastjóri, f. 10. apríl 1927, d. 14. mars 2022. Foreldrar hans voru Vigfús Gestsson frá Ljótarstöðum, bóndi á Ljótarstöðum, á Hjallanesi á Landi, síðan verkamaður í Reykjavík, f. 4. mars 1896, d. 1. maí 1981, og kona hans Kristín Árnadóttir frá Hvammi í Skaftártungu, húsfreyja, f. 25. apríl 1895, d. 1. maí 1988.
Börn þeirra:
3. Gestur Ragnar Bárðarson, f. 26. maí 1953. Kona hans Erna Steina Guðmundsdóttir.
4. Kristinn Marinó Bárðarson, f. 3. janúar 1957. Kona hans Gerða Arnardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 15. maí 2018. Minning Sigrúnar.
  • Morgunblaðið 25. mars 2022. Minning Bárðar Kjartans.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.