Sigríður Sigurðardóttir (Kornhól)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigríður Sigurðardóttir vinnukona í Kornhól, síðar húsfreyja í Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum, fæddist 30. júlí 1803 á Skíðbakka þar og lést 17. september 1879 á Ljótarstöðum þar.
Foreldrar hennar voru Sigurður Magnússon frá Hallgeirsey í A-Landeyjum, bóndi á Skíðbakka þar, f. 1759, d. 8. febrúar 1846, og síðari kona hans Þorbjörg Árnadóttir húsfreyja frá Skammadal í Mýrdal, f. 1772, d. 31. október 1852.

Albróðir Sigríðar í Eyjum voru:
1. Sigurður Sigurðsson yngri, bóndi í Þorlaugargerði.
Hálfbræður hennar í Eyjum voru:
2. Magnús Sigurðsson bóndi í Háagarði, afi Magnúsar í Hlíðarási.
3. Guðmundur Sigurðsson bóndi á Oddsstöðum.

Sigríður var vinnukona í Kornhól 1827 við fæðingu Guðrúnar.
Hún varð húsfreyja í Efri-Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum 1840-1844, í Syðri-Úlfsstaðahjáleigu þar 1844-1850 og í Tjarnarkoti þar 1850-1854, en þá lést Björn.
Sigríður fór þá í vinnumennsku.
Hún lést 1879 á Ljótarstöðum í A-Landeyjum.

I. Barnsfaðir Sigríðar var Jón Vigfússon „ úr Mýrdal“.
Barn þeirra var
1. Guðrún Jónsdóttir, f. 19. janúar 1827 í Kornhól, d. 25. janúar 1827 úr ginklofa.

II. Barnsfaðir hennar var Ólafur Guðmundsson vinnumaður á Krossi í A-Landeyjum.
Barn þeirra var
2. Ólafur Ólafsson, f. 6. október 1828, d. 12. október 1828.

III. Maður Sigríðar var Björn Bjarnason bóndi, f. 28. mars 1796 á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, d. 14. maí 1854 í Tjarnarkoti.
Börn þeirra voru:
3. Þorsteinn Björnsson, f. 1832, d. 1832.
4. Þorbjörg Björnsdóttir húskona á Skíðbakka, f. 1839, d. 1914.
5. Guðrún Björnsdóttir vinnukona í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, f. 1840, d. 1937.
6. Bjarni Björnsson vefari í Reykjavík, f. 1842, d. 1910.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.