Sigríður Pálsdóttir (Brekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Pálsdóttir frá Gaddstöðum í Rang., húsfreyja fæddist þar 14. október 1898 og lést 31. janúar 1972.
Foreldrar hennar voru Páll Jónsson, f. 30. nóvember 1857, d. 11. apríl 1938, og Salvör Jensdóttir, f. 12. september 1862, d. 24. júní 1945.

Sigríður var niðursetningur á Geldingalæk eystri í Keldnasókn 1901, var stödd í Gunnarsholti á Rangárvöllum 1910.
Þau Valdimar giftu sig 1917, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Brekku við Faxastíg 4, síðar í Rvk.
Valdimar lést 1937 og Sigríður 1972.

I. Maður Sigríðar, (10. maí 1917 í Eyjum), var Þorvarður Valdimar Jónsson frá Eyrarbakka, vinnumaður, sjómaður, f. 29. desember 1895, d. 2. október 1937.
Börn þeirra:
1. Svava Valdimarsdóttir, f. 12. febrúar 1918 á Stokkseyri, d. 26. maí 1970.
2. Elín Valdimarsdóttir, f. 10. mars 1920 í Eyjum, d. 17. mars 1993.
3. Jón Reykjalín Valdimarsson, f. 18. ágúst 1921 í Eyjum, d. 14. nóvember 1970.
4. Helgi Valdimarsson, f. 4. mars 1924 í Eyjum, d. 5. ágúst 1995.
5. Ester Sigurbjörg Valdimarsdóttir, f. 3. september 1929 í Rvk, d. 11. apríl 2007.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.