Sigríður Jónasdóttir (Laufási)
Fara í flakk
Fara í leit
Sigríður Jónasdóttir vinnukona í Laufási við Austurveg 5 fæddist 17. desember 1880 og lést 15. október 1928.
Foreldrar hennar voru Jónas Jónsson bóndi á Kirkjulandi í A.-Landeyjum, f. 1. febrúar 1823 á Kúfhól þar, d. 27. október 1885, og barnsmóðir hans Guðrún Sigurðardóttir vinnukona í Hallgeirsey þar, f. 10. ágúst 1842, d. 10. júní 1903.
Sigríður flutti til Eyja, var vinnukona í Laufási 1920. Hún var ógift.
Hún lést 1928.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.