Sigríður Hauksdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Hauksdóttir.

Sigríður Hauksdóttir frá Ytri-Njarðvík, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 23. október 1947.
Foreldrar hennar Haukur Halldórsson verkamaður, f. 9. mars 1918, d. 31. desember 2009, og kona hans Rannveig Kristjana Þorvarðardóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1916, d. 17. október 2010.

Sigríður varð gagnfræðingur í Keflavík 1964, var í Húsmæðraskóla Rvk 1964-1965, lauk námi í HSÍ í október 1969, sótti námskeið á vegum fræðslunefndar HFÍ 17. febrúar til 21. mars 1975.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Lsp, taugadeild 20. nóvember 1969 til 20. júní 1970, á Sjúkrahúsinu á Akranesi, lyflækningadeild 19. júlí 1970 til 25. júní 1972, Sentralsykehus í Akershús í Noregi, lyflækningadeild 15. júlí 1972 til 22. október s. á., á skurðdeild Borgarspítalans 16. nóvember 1972 til 9. ágúst 1973, Sjúkrahúsinu á Akranesi, lyflækningadeild 26. ágúst 1973 til 20. september s. á., skurðdeild Borgarspítalans frá 1. október 1973 til 31. janúar 1981, Pleiehjemmet Kirstinehavn í Ballerup í Danmörku 1. mars 1981 til 31. mars 1983, Sjúkrahúsinu í Eyjum frá 2. apríl 1983. (Þannig 1990).
Þau Björn giftu sig 1976, eignuðust tvö börn, en skildu.

I. Maður Sigríðar, (2. október 1976, skildu), var Björn Bruno Rasmussen vélvirki, f. 16. janúar 1942, d. 3. nóvember 2019. Foreldrar hans Bruno Rasmussen verkamaður í Danmörku, og Guðrún Bjarnadóttir Ibsen starfsstúlka, f. 8. júlí 1911, d. 28. júlí 2007.
Börn þeirra:
1. Oddur Helgi Björnsson, f. 11. nóvember 1975.
2. Páll Árni Björnsson, f. 17. júní 1979.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Rannveigar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.