Sigþór Hilmar Guðnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigþór Hilmar Guðnason.

Sigþór Hilmar Guðnason skipstjóri fæddist 11. júní 1925 á Vattarnesi við Reyðarfjörð og fórst 30. janúar 1962.
Foreldrar hans voru Guðni Jóhannsson skipstjóri, útgerðarstjóri, f. 8. október 1905 á Sjónarhól á Stokkseyri, d. 2. nóvember 1985, og Jóhanna Hálfdanía Þorsteinsdóttir frá Vattarnesi, húsfreyja, f. 27. ágúst 1900, d. 12. september 1963.

Sigþór var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja eins árs, var með þeim á Staðarhóli við Kirkjuveg 57 og Brekku við Faxastíg 4.
Hann lauk hinu meira fiskimannaprófi i Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1948.
Sigþór hóf sjómennsku með föður sínum 14 ára gamall á Heimi VE 9. Hann stundaði sjómennsku óslitið þar til hann fór í Stýrimannaskólann 1946. Hann varð stýrimaður á Faxaborg RE 126, síðan á Sæfelli RE 240 og varð skipstjóri á Faxafelli, sem hann átti með föður sínum frá 1954-1958, en tók þá við Særúnu ÍS 9 og var með hana uns hann tók út af bátnum og fórst ásamt tveim öðrum skipverjum 30. janúar 1962.
Þau Oddný giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu síðast á Sæfelli á Seltjarnarnesi.

I. Kona Sigþórs, (17. október 1948), var Oddný Jónsdóttir frá Ysta-Hvammi í Aðaldal, S-Þing., húsfreyja, saumakona, f. 9. apríl 1927, d. 14. júní 2011.
Börn þeirra:
1. Guðni Sigþórsson stýrimaður, yfirverkstjóri, f. 24. júlí 1948. Kona hans Helga Guðmundsdóttir.
2. Guðrún Jóhanna Sigþórsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1952. Maður hennar Guðmundur Ingi Jónsson.
3. Jón Hilmar Sigþórsson húsasmiður, f. 21. október 1955, d. 16. október 2000. Kona hans Helga Óskarsdóttir.
4. Sigþóra Oddný Sigþórsdóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1962. Maður hennar Brynjar Sigtryggsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Þjóðviljinn 31. janúar 1962. Frétt.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.