Salvör Þórðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Salvör Þórðardóttir frá Austur-Meðalholtum í Flóa, húsfreyja fæddist þar 14. nóvember 1830 og lést 17. nóvember 1911 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Þórður Þorkelsson bóndi, f. 19. júlí 1796, d. 15. apríl 1844, og kona hans Vilborg Stefánsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1790, d. 8. maí 1869.

Salvör varð kona Filippusar Bjarnasonar föður Árna Filippussonar í Ásgarði við Heimagötu 29 eftir lát Guðrúnar Árnadóttur fyrri konu hans.
Hún bjó með Filippusi á Efri-Hömrum í Holtum, Rang. frá 1875-1901, er hann lést. Hún var stjúpmóðir barna hans og átti fósturdóttur.
Hún flutti til Árna eftir lát Filippusar 1901 og bjó í Ásgarði.

I. Maður Salvarar, (10. júlí 1875), var Filippus Bjarnason bóndi á Efri-Hömrum í Holtum, f. 15. mars 1822 á Sandhólaferju, d. 14. september 1901.
Fósturbarn hennar var
1. Anna Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 7. júlí 1878, d. 31. október 1970.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.