Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Höfuðlausi sigamaðurinn

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search


Höfuðlausi sigamaðurinn.


Fyrir neðan Molda í Álsey, er svartfuglabæli allstórt, sem sjaldan hefur verið farið á eftir að eftirfarandi atburður gjörðist:
Fyrir löngu voru nokkrir menn við sig í Álsey. Fór einn þeirra á þetta bæli, en þegar hann var dreginn upp aftur, vantaði höfuðuð á hann. Ekki vissu menn með hverjum hætti höfuðið hafði farið af honum, en eftir þetta voru sigamenn tregir til að fara á þetta bæli.
Nokkru fyrir síðustu aldamót voru þeir Magnús Vigfússon frá Presthúsum og Sigurður Sigurðsson frá Kirkjubæ við aðsókn í Álsey. Vildi Sigurður fara á bælið, en Magnús aftraði því. Sagðist hann ekki vilja fá hann hauslausan upp aftur.
(Sögn Sigurðar Sigurðssonar).