Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Andreas August Kohl

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search


Andreas August von Kohl


Andreas August von Kohl var sýslumaður í Vestmannaeyjum frá 1853 þar til hann andaðist, 22. janúar 1860. Hann hafði verið í landher Dana og hlotið kapteins nafnbót. Hafði hann mikinn áhuga fyrir hernaði og hernaðaræfingum og kom á fót herliði í Vestmannaeyjum, sem hann æfði af miklu kappi. Fékk hann styrk úr ríkissjóði Dana til þess að æfa flokkinn og búa hann vopnum. Einnig lagði J.P.T. Bryde, kaupmaður, fram nokkurn styrk til herliðsins.
Kohl var giftur maður, en kona hans kom aldrei til Vestmannaeyja. Meðal almennings var Kohl mjög vinsæll, enda þótt hann væri refsingasamur og eftirgangssamur um sumt. Hann þótti mikill kvennamaður.
Eftirfarandi vísur, sem talið er að Jón Þorgeirsson halti hafi ort, benda til þess að sumir hafi verið óánægðir með refsingasemi hans og kvennafar:

Dana kappi drjúgum hér
drengi flengja þorir.
ráfar títt í Venus ver,
vopnagrér það temur sér.
Hann er að kenna hermannssið,
hann er að renna um stræti,
hann er að grenna heill og frið,
hann er að spenna kvennfólkið.

(Sögn Vigfúsar Jónssonar, Holti)