Sólrún Ragnarsdóttir (Litla-Hvammi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sólrún Ragnarsdóttir húsfreyja á Selfossi, verslunarmaður, tryggingastarfsmaður fæddist 20. júlí 1951 á Kirkjuvegi 39.
Foreldrar hennar voru Ragnar Þorvaldsson sjómaður, skipstjóri, f. 26. janúar 1906 í Simbakoti á Eyrarbakka, d. 3. janúar 1991 í Reykjavík, og kona hans Ingibjörg Runólfsdóttir húsfreyja, f. 13. janúar 1907 í Hausthúsum á Stokkseyri, d. 7. mars 1997 í Reykjavík.

Börn Ingibjargar og Ragnars:
1. Haraldur Ragnarsson loftskeytamaður, endurskoðandi, skrifstofustjóri, f. 15. október 1929, d. 30. nóvember 2011.
2. Solveig Þóra Ragnarsdóttir húsfreyja, starfsmaður Félagsmálastofnunar í Reykjavík, f. 29. október 1935 í Bræðratungu.
3. Guðný Ragnarsdóttir húsfreyja, fulltrúi á Hagstofunni, f. 12. ágúst 1940 á Landagötu 12.
4. Sólrún Ragnarsdóttir húsfreyja á Selfossi, verslunarmaður, tryggingastarfsmaður, f. 20. júlí 1951 á Kirkjuvegi 39.

Þau Örn giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Gunnar giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hann átti þrjú börn frá fyrra sambandi.

I. Fyrrum maður Sólrúnar var Örn Kristján Gústafsson frá Rvk, bifreiðasmiður, f. 18. desember 1949, d. 26. febrúar 2016. Foreldrar hans Gústaf Kristjánsson, f. 22. febrúar 1918, d. 14. desember 1878, og Magda Elisabet Rönne.
Börn þeirra:
1. Lilja Björk Arnardóttir, f. 21. desember 1971.
2. Ragna Börk Arnardóttir, f. 28. nóvember 1976.

II. Maður Sólrúnar var Gunnar Þórir Þórmundsson frá Selfossi, bifvélavirki, f. 28. mars 1951, d. 1. janúar 2017.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.