Sólveig Traustadóttir (rithöfundur)
Sólveig Traustadóttir frá Djúpuvík á Ströndum, verkakona, rithöfundur fæddist þar 16. júní 1951 og lést 30. nóvember 2009 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Trausti Breiðfjörð Magnússon, sjómaður, vitavörður, f. 13. ágúst 1918, d. 7. mars 2019, og Hulda Jónsdóttir, f. 10. mars 1921, d. 24. maí 2020.
Sólveig var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk gagnfræðaprófi á Siglufirði og lauk námi í húsmæðraskólanum á Staðarfelli á Fellsströnd, Dalas.
Sólveig samdi þrjú leikrit, Enginn veit sína ævina, Hamingjan býr ekki hér og Sólsetur. Hún samdi einnig tvær barnabækur, Himinninn er allsstaðar og Himinninn litar hafið blátt.
Sólveig og Örn fluttu að Eiðum á Héraði 1976. Hún var leikari og leikstjóri hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs, auk þess stýrði hún sýningum hjá áhugaleikhópum eystra.
Hún flutti til Eyja 2006, bjó við Ásaveg 24.
Sólveig eignaðist barn með Jóni 1971.
Þau Örn giftu sig 1975, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Blönduósi og á Eiðum á Fljótsdalshéraði, en skildu.
Þau Antonio giftu sig, eignuðust eitt barn, bjuggu í Portúgal, en skildu.
Sólveig lést 2009 í Eyjum.
I. Barnsfaðir Sólveigar er Jón Guðmundsson, f. 26. mars 1952.
Barn þeirra:
1. Magnúst Þór Jónsson, skólastjóri í Snæfellsbæ, f. 14. apríl 1971. Barnsmóðir hans að tveim börnum er Arndís Þorvaldsdóttir. Kona hans Helga Lind Hjartardóttir.
II. Maður Sólveigar, (14. júní 1975, skildu 1991), er Örn Ragnarsson, kennari, verkefnisstjóri, f. 15. júní 1953. Foreldrar hans Ragnar Þorsteinsson, kennari, f. 28. febrúar 1914, d. 17. september 1999, og kona hans Jónína Sigurlaug Stefánsdóttir, húsfreyja, f. 25. september 1915, d. 15. desember 2000.
Börn þeirra:
2. Drífa Þöll Arnardóttir, kennari í Eyjum, f. 22. janúar 1975. Maður hennar Gunnlaugur Erlendsson.
3. Örn Arnarson, kennari, f. 21. maí 1976. Kona hans Harpa Sif Þráinsdóttir.
III. Maður Sólveigar, (skildu 1996), Antonio Fonseca, frá Portúgal, f. 29. janúar 1961.
Barn þeirra:
4. Lucinda Hulda Fonseca, nemi, f. 13. maí 1992 á Íslandi.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning .
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.