Ruth Woodward (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Júlíana Ruth Woodward Sigurðsson.

Júlíana Ruth Woodward Sigurðsson kennari fæddist 17. nóvember 1942 í Reykjavík og lést 12. febrúar 2017 á Droplaugarstöðum í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Maurice Woodward, breskur hermaður, f. 21. mars 1921, d. 1983, og Sveinbjörg Hermannsdóttir, f. 12. maí 1911, d. 7. febrúar 2013.
Fósturforeldrar voru Arnkell Ingimundarson 5. október 1900, d. 23. júní 1982, og Valgerður Kr. Gunnarsdóttir, f. 23. júlí 1894, d. 27. ágúst 1980.

Ruth lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum í Vonarstræti 1958, lauk kennaraprófi 1962.
Hún var kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1962-1963, Austurbæjarskólanum 1963-1964, Digranesskóla 1964-1966, Árbæjarskólanum frá 1972. Hún kenndi sex ára börnum heima hjá sér 1966-1972.
Ruth var einn af stofnendum kvenfélagsins í Árbæ 1968 og var ritari þar. Hún sat í hverfaráði Sjálfstæðisflokksins í Árbæ og var einn af frumkvöðlum í íþróttafélaginu Fylki, þar sem hún sat líka í stjórn.
Þau Sævar giftu sig 1962, eignuðust fjögur börn.
Sævar lést 1984.
Þau Árni giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hann átti fimm börn af fyrra hjónabandi.
Árni lést 1999.

I. Maður Ruthar, (9. júní 1962), var Sigursteinn Sævar Sigurðsson sendibílstjóri, f. 17. maí 1941, d. 1. nóvember 1984. Foreldrar hans voru Sigurður Steindórsson verkstjóri, f. 29. júní 1918, d. 8. janúar 1985, og kona hans Steinþóra Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 14. október 1919, d. 23. febrúar 2008.
Börn þeirra:
1. Arndís Valgerður Sævarsdóttir húsfreyja, f. 9. júní 1964. Maður hennar Eiríkur Sigurðsson.
2. Margrét Sigríður Sævarsdóttir húsfreyja, f. 13. júlí 1966. Maður hennar Ólafur Þ. Þórðarson.
3. Erla Sveinbjörg Sævarsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1970. Maður hennar Jón Óskar Gíslason.
4. Bryndís Ósk Sævarsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1979. Maður hennar Sigurður Ágúst Pétursson.

II. Maður Ruthar, (17. júní 2000), var Árni Guðmundsson málarameistari, f. 20. nóvember 1933, d. 4. júní 1999. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson verslunarmaður, f. 14. október 1893, d. 31. desember 1947 og Ólína Guðbjörg Ólafsdóttir, f. 28. október 1890, d. 17. apríl 1936.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 21. febrúar 2017. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.