Ritverk Árna Árnasonar/Svarfuglabæli í Álsey og sighæð

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search




Úr fórum Árna Árnasonar


Svarfuglabæli í Álsey og sighæð


1. Teinahringsbæli: Niður úr Svelti, mót SSA. Hæð frá brún ca. 50 faðmar. Sig úr Svelti ca 12 faðmar. Þar voru síðast, er farið var, ca 290 egg.
2. Moldabæli, sem eru tvö: Eru bæði tekin af sjó. Þar voru 140-200 egg, nú innan við 20 stk.
3. Rauðabæli: Niður af Sléttamolda, afhrapað.
4. Röndin – Randabælin: Niður af Sléttamolda, nálægt miðju bergi í Sléttamolda og nær austur að „Svelti“ frá Moldabekknum. Er nú eyðilagt, – aðeins litlar varphillur eftir á því svæði. Sighæð 20-50 faðmar. Þar hefur ekki verið sigið síðan 1918, - hvergi loft.
5. Útsuðurskórar: Niður af Bratta-Molda, 40 faðma sig, sem fylgir (við Moldabekk), von um 200 egg.
6. Háuflár: Teknar af sjó (tildrast). Þar eru um 100-150 egg.
7. Gatbælin: Þau eru í Króknum sunnan við Þjófanef og norðan við Gatnef. Þar voru ca 80 egg síðast, og eggin tekin af sjó.
8. Landsuðurskór: Þeir eru nokkru austar en Teinahringsbælið, allstór svartfuglskór, 10 faðma frá sjó. Þar voru síðast um 80 egg. Tekin af sjó.
9. „Lendarskora“: Hún er hellir á ASA-horni eyjarinnar. Þar verpa um 50 fuglar. Þar er ókleift, en var legið þar á bát og veitt, er fuglinn sótti inn í Gapann.
10. ,,Slakki“ yfir Háuflám: Farið á lausavað 30 faðma. Þar má fá 150 egg.
11. Moldaflá: Þar eru tekin af sjó ca. 50 egg.
12. Í Útsuðursnefi eyjarinnar er dálítil svartfuglabyggð. Þar eru ca 70 egg, tekin af sjó. Næst sjaldan sökum brims.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit