Ritverk Árna Árnasonar/Jes A. Gíslason
Fæddur 28. maí 1872 í Hlíðarhúsum í Vestmannaeyjum, sonur Gísla kaupmanns Stefánssonar og Soffíu Andersdóttur.
Jes ólst upp hjá foreldrum sínum til 13 ára aldurs. Fór hann þá á Latínuskólann og lauk prófi 1891, en kandítatsprófi í guðfræði 1893 og loks kennaraprófi við Kennaraskólann í Rvík 1929. Jes gerðist barnakennari í Austur-Landeyjum árin 1893-1895, vann við verslunarstörf í Hafnarfirði til 1896, en það ár vor honum veittir Eyvindarhólar í A-Eyjafjallahreppi. En árið 1904 fékk hann Mýrdalsþing, en lausn frá embætti 1907 og flutti þá aftur til Eyjanna og varð verslunarstjóri við verslun Gísla Johnsen frá 1907 til 1929.
Jes var barnakennari í Eyjum í 13 ár, en fékk lausn frá því starfi 1942, þá 70 ára gamall. Þá gerðist hann bókavörður við BókasafnVestmannaeyja og var þar til 1949.
Hann var sýslunefndarmaður í Rangárvallasýslu til 1904, bæjarfulltrúi í Eyjum í sex ár, auk ýmissa nefndarstarfa.
Jes var einn af fremstu mönnum góðtemplarareglunnar í Eyjum, kosinn heiðursfélagi stúkunnar Báru no. 2 árið 1942, en hafði þá verið æðstitemplar í 20 ár.
Jes kvæntist Ágústu Eymundsdóttur frá Vopnafirði 1896. Hún lést 1939. Þau eignuðust 7 börn og eru 5 þeirra á lífi.
(Líklega ritað á fyrri hluta 6. áratugar 20. aldar).