Ritverk Árna Árnasonar/Ferfætti Bryde

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit




Úr fórum Árna Árnasonar


Ferfætti Bryde


Sigurður hreppstjóri Sigufinnsson og Bryde kaupmaður voru ekki neinir vildar vinir.
Átti Sigurður hund, sem hann kallaði Bryde. Eitt sinn var Sigurður á gangi niður eftir götunni. Allt í einu kallar hann: „Bryde‟ !! Bryde kaupmaður, sem var þar þá á gangi nálægt, sneri sér við strax og spurði, hvort hann hefði verið að kalla á sig. Nei, svaraði Sigurður, „ég var að kalla á hann ferfætta Bryda‟.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit