Ritverk Árna Árnasonar/Ferfætti Bryde
Jump to navigation
Jump to search
Úr fórum Árna Árnasonar
Ferfætti Bryde
Sigurður hreppstjóri Sigufinnsson og Bryde kaupmaður voru ekki neinir vildar vinir.
Átti Sigurður hund, sem hann kallaði Bryde. Eitt sinn var Sigurður á gangi niður eftir götunni. Allt í einu kallar hann: „Bryde‟ !! Bryde kaupmaður, sem var þar þá á gangi nálægt, sneri sér við strax og spurði, hvort hann hefði verið að kalla á sig. Nei, svaraði Sigurður, „ég var að kalla á hann ferfætta Bryda‟.