Ritverk Árna Árnasonar/Dragnótaveiði

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Dragnótaveiði


Dragnótaveiði var fyrst reynd hér á velbátum af Gísla Magússyni árið 1920 og var einskipa með þá veiðiaðferð um nokkur ár og gekk heldur stirt. Veiðiáhöld þessi höfðu varast sést hér fyrri og kunnátta um meðferð þeirra því ekki svo góð sem skyldi. Samt hélt hann áfram tilraunum sínum með þori og þrautseigju og æfðist í meðferð veiðarfæranna um leið og hann aflaði sér sem víðtækastrar þekkingar og endurbætti þau. Og þar að kom, að veiðin fór að bera sig, og menn sáu, að einnig hér var um framfaraskref í fiskveiðum Eyjanna að ræða. Menn tóku til að útvega sér dragnóta-útbúnað, kynntu sér starfið og tóku brátt að fiska vel dýrmætar fiskitegundir, sem lítið hafði verið af hér á markaði. Nú orðið er fjöldi báta, sem stunda veiðar þessar, sumir allt árið að heita má, og gengur ágætlega, og gefa veiðarnar góðan arð.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit