Ritverk Árna Árnasonar/Bátar og formenn á síðustu áraskipavertíðinni í Eyjum
Fara í flakk
Fara í leit
Ég hef nú að nokkru lýst ástandinu í Eyjum um það leyti, er vélaraflið leysti af hólmi vöðvaafl manna við að knýja skip og báta um sjóinn til fiskveiða.
Ekki ruddi þó vélaraflið sér til rúms hér vegna þess að afturkippur væri í útgerðinni. Þvert á móti hafði áraskipaútgerðin gengið mjög vel, og hvergi hér á landi mun fríðari áraskipafloti hafa ýtt úr vör en hér í Eyjum vertíðina 1906, sem má teljast vera síðasta áraskipavertíðin hér, sem reyndist tæplega í meðallagi að aflabrögðin. Þá gengu héðan eftirtalin skip.
Tala | VE-númer | Nafn | Árafjöldi, -róinn | Formaður | Heimili |
---|---|---|---|---|---|
1 | 6 | Bergþóra | 10 | Ágúst Gíslason | Landlyst |
2 | Dagmar | 8 | Guðjón Guðjónsson | Sjólyst | |
3 | Elliði | 8 | Gísli Eyjólfsson | Búastöðum | |
4 | 11 | Enok | 8 | Ástgeir Guðmundsson | Litlabæ |
5 | 21 | Fálki | 10 | Magnús Þórðarson | Sjólyst |
6 | 5 | Friður | 10 | Jón Ingileifsson | Reykholti |
7 | Gunnar | 8 | Kristján Einarsson | Batavíu | |
8 | Haffrú | 8 | Magnús Magnússon | Felli | |
9 | Haukur | 10 | Magnús Magnússon | Landamótum | |
10 | 14 | Gideon | 10 | Hannes Jónsson | Miðhúsum |
11 | 7 | Ingólfur | 10 | Magnús Guðmundsson | Vesturhúsum |
12 | Immanuel | 10 | Jóel Eyjólfsson | Landamótum | |
13 | 3 | Ísak | 10 | Magnús Þórðarson | Dal |
14 | Jakob | 8 | Jón Pétursson | Þorlaugargerði | |
15 | Kristján IX. | 8 | Magnús Þórðarson | Hvammi | |
16 | Lovísa | 8 | Helgi Guðmundsson | Dalbæ | |
17 | Marz | 8 | Friðrik Svipmundsson | Löndum | |
18 | Neptúnus | 10 | Björn Finnbogason | Norðurgarði | |
19 | Olga | 10 | Guðjón Þorvaldsson | Garðstöðum | |
20 | Óskar | 10 | Sigurður Sigurðsson | Frydendal | |
21 | Skíði | 8 | Jón Bergur Jónsson | Ólafshúsum | |
22 | 4 | Skrauti | 12 | Sigurður Ingimundarson | Nýjabæ |
23 | 12 | Sjana | 10 | Árni Ingimundarson | Brekku |
24 | Sigur | 10 | Ísleifur Jónsson | Nýjahúsi | |
25 | Sæborg | 12 | Friðrik Jónsson | Látrum | |
26 | 10 | Sæmundur | 10 | Vigfús Jónsson | Holti |
27 | Verðandi | 10 | Guðjón Jónsson | Gröf | |
28 | Abraham | 6 | Guðmundur Árnason | Björnskoti |