Ritverk Árna Árnasonar/Bátar og formenn á síðustu áraskipavertíðinni í Eyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit




Úr fórum Árna Árnasonar


Bátar og formenn á síðustu áraskipavertíðinni í Eyjum


Ég hef nú að nokkru lýst ástandinu í Eyjum um það leyti, er vélaraflið leysti af hólmi vöðvaafl manna við að knýja skip og báta um sjóinn til fiskveiða.
Ekki ruddi þó vélaraflið sér til rúms hér vegna þess að afturkippur væri í útgerðinni. Þvert á móti hafði áraskipaútgerðin gengið mjög vel, og hvergi hér á landi mun fríðari áraskipafloti hafa ýtt úr vör en hér í Eyjum vertíðina 1906, sem má teljast vera síðasta áraskipavertíðin hér, sem reyndist tæplega í meðallagi að aflabrögðin. Þá gengu héðan eftirtalin skip.

Tala VE-númer Nafn Árafjöldi, -róinn Formaður Heimili
1 6 Bergþóra 10 Ágúst Gíslason Landlyst
2 Dagmar 8 Guðjón Guðjónsson Sjólyst
3 Elliði 8 Gísli Eyjólfsson Búastöðum
4 11 Enok 8 Ástgeir Guðmundsson Litlabæ
5 21 Fálki 10 Magnús Þórðarson Sjólyst
6 5 Friður 10 Jón Ingileifsson Reykholti
7 Gunnar 8 Kristján Einarsson Batavíu
8 Haffrú 8 Magnús Magnússon Felli
9 Haukur 10 Magnús Magnússon Landamótum
10 14 Gideon 10 Hannes Jónsson Miðhúsum
11 7 Ingólfur 10 Magnús Guðmundsson Vesturhúsum
12 Immanuel 10 Jóel Eyjólfsson Landamótum
13 3 Ísak 10 Magnús Þórðarson Dal
14 Jakob 8 Jón Pétursson Þorlaugargerði
15 Kristján IX. 8 Magnús Þórðarson Hvammi
16 Lovísa 8 Helgi Guðmundsson Dalbæ
17 Marz 8 Friðrik Svipmundsson Löndum
18 Neptúnus 10 Björn Finnbogason Norðurgarði
19 Olga 10 Guðjón Þorvaldsson Garðstöðum
20 Óskar 10 Sigurður Sigurðsson Frydendal
21 Skíði 8 Jón Bergur Jónsson Ólafshúsum
22 4 Skrauti 12 Sigurður Ingimundarson Nýjabæ
23 12 Sjana 10 Árni Ingimundarson Brekku
24 Sigur 10 Ísleifur Jónsson Nýjahúsi
25 Sæborg 12 Friðrik Jónsson Látrum
26 10 Sæmundur 10 Vigfús Jónsson Holti
27 Verðandi 10 Guðjón Jónsson Gröf
28 Abraham 6 Guðmundur Árnason Björnskoti


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit