Ritverk Árna Árnasonar/Þorsteinn Sigurðsson (Melstað)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þorsteinn Sigurðsson.

Kynning.

Þorsteinn Sigurðsson smiður og frystihúseigandi frá Melstað fæddist 14. nóvember 1913 og lést 19. júní 1997.
Foreldrar hans voru Sigurður Hermannsson formaður, f. 15. desember 1885 á Seyðisfirði, drukknaði af mb. Nirði 22. maí 1920, og kona hans Sigrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. febrúar 1886, d. 16. febrúar 1978.

Kona Þorsteins var Anna Ólafía Jónsdóttir húsfreyja á Blátindi, f. 11. október 1917, d. 9. júlí 2007.
Börn Þorsteins og Önnu:
1. Sigrún, f. 2. september 1941.
2. Stefanía, f. 26. janúar 1944.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Þorsteinn er hár vexti og þrekinn vel, liðlega vaxinn og fríður sýnum, dökkhærður, skolhærður, fremur breiðleitur.
Þorsteinn hefir nokkuð stundað fuglaveiðar, en þó meir bjarggöngur. Hann er liðlegur veiðimaður, sem þó skortir þjálfun. Fjallamaður er hann ágætur, einkum að fara laus, enda hefir hann víða um farið úteyjarnar, og getið sér hinn besta orðstír.
Hann er einn af stofnendum „Fiskiðjan HF“, ágætur starfsmaður og vellátinn yfirmaður.
Hann er heldur tilbaka, en í sínum hóp kátur og skemmtilegur félagi. Hann er mesta prúðmenni og einkar vellátinn borgari. Hefir setið í bæjarstjórn Eyjanna og þótt tillögugóður og réttsýnn. Kunnastur mun Þorsteinn af veru sinni í Suðurey, enda farið um hana víðast hvar við góðan orðstír.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Þorsteinn Sigurðsson (Melstað)


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.