Rannveig Unnur Sigþórsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Rannveig Unnur Sigþórsdóttir.

Rannveig Unnur Sigþórsdóttir úr Reykjavík fæddist 27. júní 1926 á Mýrargötu 7 og lést 20. september 2012.
Foreldrar hennar voru Sigþór Guðjónsson frá Hólmsbæ á Eyrarbakka, bifvélavirki, verkstjóri í Reykjavík, f. 31. október 1900, d. 14. mars 1976, og Bjarnfríður Guðjónsdóttir frá Vestra-Stokkseyrarseli, húsfreyja, f. 20. október 1908, d. 9. apríl 1997.

Rannveig Unnur bjó í fyrstu í Reykjavík, eignaðist þar tvö börn. Hún flutti síðar til Eyja, giftist Þorleifi 1968. Þau eignuðust ekki börn. Þau bjuggu á Fífilgötu 2 og í húsi sínu á Brimhólabraut 27.
Eftir lát Þorleifs fluttist hún til Reykjavíkur, bjó við Lindargötu 61.
Þorleifur lést 1974 og Rannveig Unnur 2012.

I. Barnsfaðir Rannveigar Unnar var Bjarni Jónsson, f. 13. október 1923, d. 22. desember 1989.
Barn þeirra:
1. Bjarnfríður Bjarnadóttir, f. 22. mars 1954, d. 25. ágúst 2015. Maður hennar Stefán Loftur Stefánsson.

II. Barnsfaðir Rannveigar Unnar var Ólafur Kristján Ólafsson, f. 6. apríl 1930.
Barn þeirra:
2. Eyrún Magnúsdóttir, f. 30. júlí 1956. Kjörforeldrar hennar Magnús Eyjólfsson og Margrét Sigþórsdóttir. Maður Eyrúnar Gunnar Þór Finnbjörnsson.

III. Maður Rannveigar Unnar, (1968), var Þorleifur Guðjónsson frá Reykjum, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. júní 1926 á Reykjum, d. 24. nóvember 1974.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.