Ragnhildur Pálsdóttir (Hólshúsi)
Fara í flakk
Fara í leit
Ragnhildur Pálsdóttir vinnukona fæddist 1821.
Foreldrar hennar voru Páll Þórhallason bóndi, meðhjálpari á Þórunúpi í Hvolhreppi, f. 1788, d. 24. júlí 1839, og kona hans Málfríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 1791, d. 30. mars 1868.
Ragnhildur var með foreldrum sínum á Þórunúpi í æsku.
Hún var vinnukona í Hólshúsi í Eyjum 1845.
Ragbhildur mun hafa flutt til Danmerkur og gifst þar.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.