Ragnhildur Jakobsdóttir (Jónshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ragnhildur Jakobsdóttir vinnukona fæddist 30. september 1856 í Klömbrum u. Eyjafjöllum og lést 7. maí 1872.
Foreldrar hennar voru Jakob Sigurðsson vinnumaður á Raufarfelli og Margrét Loftsdóttir vinnukona í Klömbrum, síðar húsfreyja í Bakkakoti þar, f. 1830, d. 16. ágúst 1868.

Ragnhildur var niðursetningur í Selkoti 1860.
Hún fluttist undan Fjöllunum að Jónshúsi 1870 og lést þar vinnukona 1872 úr sullaveiki.
Ragnhildur var ógift og barnlaus í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.