Ragnhildur Árnadóttir (Kastala)
Ragnhildur Árnadóttir, frá Dyrhólum í Mýrdal fæddist þar 12. júní 1842.
Foreldrar hennar voru Árni Hjartarson, bóndi, f. 10. október 1803, d. 13. nóvember 1866, og kona hans Elín Þorsteinsdóttir, húsfreyja, f. 19. mars 1809, d. 15. febrúar 1893.
Ragnhildur var hjá foreldrum sínum á Dyrhólum til 1846, var fósturbarn í Kastala í Eyjum 1850, var hjá foreldrum sínum á Dyrhólum 1850-1863/4, fór þá að Garðakoti í Mýrdal, var húsfreyja þar 1864-1870, á Haugnum þar 1870-1871, á Litlu-Hólum þar 1872-1876. Þá fór hún til Ameríku, var þar húsfreyja á Hjörleifsstöðum og Laufhóli-syðri í Árnesbyggð á Nýja Íslandi.
Þau Hjörleifur giftu sig 1864, eignuðust sjö börn.
Hjörleifur dó 1906.
I. Maður Ragnhildar, (3. júní 1864), var Hjörleifur Björnsson, bóndi á Litlu-Hólum í Mýrdal, síðar í Ameríku, f. 26. mars 1841, d. 13. mars 1906. Foreldrar hans voru Björn Marteinsson, bóndi, f. 1801, d. 16. júní 1863, og kona hans Oddný Guðmundsdóttir, húsfreyja, f. 1801, d. 21. ágúst 1863.
Börn þeirra:
1. Elín Hjörleifsdóttir, f. 1. júlí 1865, d. 18. janúar 1953.
2. Guðrún Hjörleifsdóttir, f. 6. nóvember 1866, d. 10. ágúst 1945.
3. Oddbjörg Hjörleifsdóttir, f. 1871, d. 26. júlí 1871.
4. Björn Hjörleifsson, f. 1872, skírður 8. september 1872.
5. Oddný Hjörleifsdóttir, f. 1875.
6. Ingveldur Hjörleifsdóttir, f. vestra.
7. Hjörleifur Hjörleifsson, f. vestra 24. maí 1878.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.