Ragnar Sigurgeirsson (vélvirki)
Guðmundur Ragnar Sigurgeirsson vélvirki, sjómaður, vélstjóri, kaupmaður fæddist 27. júní 1942 og lést 18. febrúar 2014.
Foreldrar hans voru Sigurgeir Guðmundsson, f. 20. júní 1916 á Brimnesi á Langanesi, d. 3. október 1979, og kona hans Þóra Ingibjörg Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1916 í Holti í Svarfaðardal, d. 13. nóvember 1966.
Ragnar var með foreldrum sínum á Akureyri í æsku, en var á Kálfaborgará í Bárðardal flest sumur.
Hann lærði vélvirkjun og vann við þá iðn sína. Hann flutti til Eyja, var sjómaður, vélvirki, en lengst var hann vélamaður í Eyjabergi, fyrirtæki tengdaföður síns. Einnig rak hann verslun í Friðarhafnarskýlinu um skeið. Eftir flutning til Reykjavíkur 1982 vann hann í Álverinu í Straumsvík í 27 ár, en hætti þar vegna aldurs. Eftir það vann hann um skeið hlutastarf við heildverslun sonar síns.
Hann eignaðist barn með Margréti 1961.
Þau Svanhildur giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn, en skildu. Þau bjuggu á Hólagötu 34, og á Brimhólabraut 35.
Guðmundur Ragnar flutti til Reykjavíkur, lést 2014.
I. Barnsmóðir Ragnars var Margrét Þorláksdóttir, f. 20. desember 1940, d. 18. janúar 1990.
Barn þeirra:
1. Þorlákur Guðmundsson, f. 12. september 1961.
II. Kona Guðmundar Ragnars, (3. ágúst 1963), er Svanhildur Sigurðardóttir frá Búastöðum, húsfreyja, myndhöggvari, f. 16. febrúar 1945.
Börn þeirra:
2. Helena Ragnarsdóttir fatahönnuður í Danmörku, f. 20. október 1962. Barnsfaðir hennar Jón Svavars Einarsson. Maður hennar Pétur Sverrisson.
3. Hjalti Þór Ragnarsson matsveinn í Reykjavík, f. 6. apríl 1965. Kona hans Kristrún Hauksdóttir.
4. Örlygur Andri Ragnarsson sölustjóri á Seltjarnarnesi, f. 9. apríl 1968. Sambúðarkona Birna Garðarsdóttir. Kona hans Rósa Ólafsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 28. febrúar 2014. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.