Ragnar Guðbjartur Árnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ragnar Guðbjartur Árnason.

Ragnar Guðbjartur Árnason verkamaður í Þorlákshöfn fæddist 24. september 1926 á Bergstöðum og lést 31. desember 2004.
Foreldrar hans voru Árni Magnússon sjómaður í Eyjum, síðar bóndi á Kröggólfsstöðum í Ölfusi og sjómaður í Þorlákshöfn, f. 26. febrúar 1902 að Steinum u. Eyjafjöllum, d. 1. október 1961 í Þorlákshöfn, og kona hans Helga Sveinsdóttir húsfreyja og bóndi, f. 10. ágúst 1900 í Framnesi á Eyrarbakka, d. 2. ágúst 1974 í Reykjavík .

Börn Helgu og Árna voru:
1. Sigurður Kristján Árnason húsasmíðameistari, listmálari, f. 20. september 1925 á Bergstöðum.
2. Ragnar Guðbjartur Árnason verkamaður í Þorlákshöfn, f. 24. september 1926 á Bergstöðum, d. 31. desember 2004.
3. Magnús Sveinberg Árnason, f. 17. apríl 1929 í Langa-Hvammi, (Magnús Sveinbjörn, f. 24. apríl, segir Magnea systir hans), d. 16. febrúar 1930.
4. Magnea Sveinbjörg Árnadóttir húsfreyja, ættfræðingur, f. 12. september 1930 í Skálanesi.
5. Sigrún Árnadóttir öryrki, f. 25. janúar 1932 í Varmadal, d. 15. janúar 2004.
6. Jónína Helga Árnadóttir húsfreyja, f. 7. ágúst 1935 á Hásteinsvegi 17, d. 7. desember 2009.
7. Ragnhildur Árnadóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 6. ágúst 1938 í Reykjavík, d. 14. janúar 2013.

Ragnar Guðbjartur var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim á Bergstöðum, í Langa-Hvammi 1929, í Skálanesi 1930, á Skólavegi 24, (Varmadal) í lok ársins og enn 1934, á Hásteinsvegi 17 (Fjósinu) 1935.
Hann fluttist með þeim til Reykjavíkur 1937 og að Kröggólfsstöðum í Ölfusi 1942.
Hann var verkamaður í Þorlákshöfn, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.
  • Ölfusingar - búendatal Ölfushrepps 1703-1980. Eiríkur Einarsson. Reykjavík. Sögusteinn 1985.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.