Rósa Guðmundsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Rósa Guðmundsdóttir.

Rósa Guðmundsdóttir kennari fæddist 26. september 1929 á Eyjólfsstöðum í Berufirði, S.-Múl. og lést 21. janúar 2023.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon bóndi, síðar verkamaður á Höfn í Hornafirði, f. 5. júní 1892, d. 17. febrúar 1970, og kona hans Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 28. maí 1899, d. 4. desember 1989.

Rós lauk kennaraprófi 1952, nam við framhaldsdeild Kennaraskólans sumrin 1970 og 1971, lauk sérkennaraprófi þar 1971. Hún sótti fjölda námskeiða.
Hún kenndi í Barnaskólanum í Eyjum 1953-1955, í Barnaskólanum á Akranesi 1955-1957, Miðbæjarskólanum í Rvk (einnig sjúkrakennslu) frá 1957 til 1965, kenndi á Lyngásheimilinu í Rvk frá 1965.
Þau Svavar giftu sig 1964, eignuðust eitt barn.
Svavar lést 2016 og Rósa 2023.

I. Maður Rósu, (8. september 1964), var Páll Svavar Guðmundsson kennari, f. 27. janúar 1932, d. 28. júní 2016. Foreldrar hans voru Guðmundur Ingólfur Guðjónsson kennari, f. 14. mars 1904, d. 22. apríl 1971, og kona hans Jenný Schjöth Lárusdóttir húsfreyja, f. 8. maí 1909, d. 17. apríl 2005.
Barn þeirra:
1. Margrét Svavarsdóttir húsfreyja, f. 6. apríl 1965.  


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Pestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.