Peter Ludvig Svane

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Peter Ludvig Svane kaupmaður í Danskagarði fæddist 1773.
Svane og Westy Petreus eignuðust Eyjaverslunina eftir að verslunarleyfi Bjarna Sivertsens og félaga hans var afturkallað, en það gerðist með úrskurði danska rentukammersins 1792 og gengið var frá kaupum á birgðum 1798.
Þeir Svane skrifuðu undir skuldabréf fyrir kaupunum 30. ágúst 1799.
Svane veitti Eyjaverzluninni forstöðu í nokkur ár og hafði umboðið. Hafði hann ábúð á umboðsjörðinni Kornhól og einnig hafði verzlunin ábúðarréttinn á Miðhúsum.
Hann var búsettur í Kaupmannahöfn, en á manntalsskrá í Reykjavík á mt 1801 með bústýrunni Chathrine Margrethe Kyster og fósturdótturinni Anne Dorothea Muxoll.
Hann gekk úr félaginu 1803 og afsal fyrir hlut Svane fékk Petreus 9. ágúst 1805.

Kona hans, (9. október 1801 í Reykjavík), var Chathrine Margrethe Svane fædd Kyster 1779.
Börn þeirra fædd í Eyjum:
1. Sophie Chathrine, f. 5. nóvember 1803.
2. Chatarina Elísabeth, f. 12. febrúar 1806.
Fósturdóttir þeirra var
3. Anne Dorothea Muxoll, f. 1792.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.