Perla Björk Egilsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Perla Björk Egilsdóttir hjúkrunarfræðingur, framkvæmdastjóri fæddist 8. september 1971.
Foreldrar hennar Egill Jónsson verkstjóri, slippstjóri, f. 8. maí 1942, og Jóhanna Helena Weihe húsfreyja, f. 7. maí 1949.

Börn Helenu og Egils:
1. Guðjón Egilsson, f. 18. september 1969. Sambúðarkona hans Rósa Hlín Óskarsdóttir.
2. Perla Björk Egilsdóttir, 8. september 1971. Maður hennar Sigurður Freyr Magnússon.
3. Jón Egilsson, f. 1. desember 1972. Fyrrum kona hans Margrét Pálsdóttir. Sambúðarkona hans Lilja Brynja Skúladóttir.
4. Egill Egilsson, f. 31. desember 1977, d. 18. ágúst 1978.
5. Aldís Helga Egilsdóttir, f. 14. maí 1979. Sambúðarmaður hennar Magnús Ágúst Skúlason.
6. Eygló Egilsdóttir, f. 27. júlí 1983. Sambúðarmaður hennar Garðar Heiðar Eyjólfsson.

Þau Sigurður Freyr giftu sig, eignuðust tvö börn, og Sigurður Freyr eignaðist barn áður, sem Perla fóstraði.

I. Maður Perlu Bjarkar er Sigurður Freyr Magnússon frá Akureyri, framkvæmdastjóri, f. 4. desember 1972. Foreldrar hans Karitas Ragnhildur Sigurðardóttir, f. 18. maí 1949, og Magnús Jónsson, f. 2. júlí 1948.
Börn þeirra:
1. Bjarki Freyr Sigurðarson, f. 17. ágúst 2005.
2. Eydís Eik Sigurðardóttir, f. 28. mars 2007.
Barn Sigurðar Freys og fósturbarn Perlu:
3. Dagur Freyr Sigurðarson, f. 12. maí 1994.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.