Pétur Gautur Kristjánsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Pétur Gautur Kristjánsson.

Pétur Gautur Kristjánsson lögfræðingur, fulltrúi, kennari fæddist 14. júlí 1934 á Seyðisfirði og lést 10. desember 1999.
Foreldrar hans voru Kristján Pétur Steingrímsson bæjarfógeti, f. 4. september 1909, d. 21. febrúar 1972, og kona hans Kristine Gunda Imsland húsfreyja, f. 17. júlí 1914, d. 6. maí 1964.

Pétur varð stúdent í M.A. 1952, lauk lögfræðiprófum (varð cand. jur.) í H.Í. 1961, lauk prófum í uppeldis- og kennslufræðum í H.Í. 1971.
Hann var farkennari í Þverárhreppi, Mýr. og í Fróðárhreppi á Snæf. 1952-1953, kennari í Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1969-1976, forstöðumaður öldungadeildar í Keflavík frá stofnun uns hún var sameinuð Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Hann var kennari í Fjölbrautarskóla Suðurnesja 1976-1977, í Héraðsskólanum á Reykjanesi 1981-1984, stundakennari í Iðnskóla Suðurnesja um skeið frá 1970, námsflokkum Keflavíkur 1969-1972.
Pétur Gautur var prófessor við University of Maryland 1971-1972, starfaði í hafnarskrifstofu í Reykjavík samhhliða námi til 1961, fulltrúi bæjarfógetans á Siglufirði 1961-1965, bæjarfógeti þar janúar-mars 1966, bæjarfógeti á Ólafsfirði júní-september 1964, aðalfulltrúi bæjarfógetans í Eyjum 1966-1969.
Hann stundaði lögmannsstörf í Kópavogi um skeið 1969, í Keflavík 1976-1977, en síðar í Rvk.
Pétur var formaður ýmissa félaga, m.a. Stúdentafélags H.Í., Vöku, félags lýðræðissinaðra stúdenta, Byggingafélagsins Framtaks í Rvk, Varðbergi á Siglufirði, Stúdentafélags Siglufjarðar, S.U.S. á Norðurlandi vestra o.fl.
Rit:
Rit Friðjóns Skarphéðinssonar um íslenskar lagabókmenntir (sérprentun), 1957.
Réttarreglur um sjávarútvegsmál I-II (A-C), 6 hefti, 1972.
Menntadeild á Suðurnesjum, 1973.
Iðnfélagsfræði I-II, 1973 og 1964.
Um tegundaflokkun bifriða (sérprentun), 1978.
Háttvirtir kviðdómendur (sérprentun), 1981.
Þýðing: Er hundurinn manninum nauðsyn?, 1981.
Útgáfa: Fjölvísir, 1976.
Ritstjórn: Blaðið, 1. árgangur, 1976-1977.
Þau Halla Súsanna giftu sig 1958, eignuðust fjögur börn, en skildu.
Pétur Gautur lést 1999.

I. Kona Péturs Gauts, (9. ágúst 1958), er Halla Súsanna Steingrímsdóttir, f. 3. desember 1936. Foreldrar hennar voru Steingrímur Hinriksson tryggingaumboðsmaður, f. 20. maí 1914, d. 24. janúar 1979, og kona hans Anna Sigurmundsdóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1915, d. 15. febrúar 2003.
Börn þeirra:
1. Gylfi Gautur Pétursson lögfræðingur, f. 23. janúar 1956. Fyrrum sambúðarkona hans Sólveig Einarsdóttir.
2. Brynhildur Pétursdóttir matvælafræðingur, f. 10. mars 1962. Maður hennar Hörður Harðarson.
3. Gunnhildur Pétursdóttir lögfræðingur, f. 13. maí 1963. Sambúðarmaður hennar Eyþór Þormóður Árnason.
4. Steingrímur Gautur Pétursson kerfisfræðingur, f. 26. júní 1966. Kona hans Guðríður Birgisdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.