Pétur Erlingsson
Fara í flakk
Fara í leit
Pétur Erlingsson sjómaður, vélstjóri, starfsmaður Skipalyftunnar, fæddist 17. mars 1972 og lést 13. september 2017.
Foreldrar hans Erlingur Pétursson frá Akranesi, vélstjóri, f. 22. mars 1952, og kona hans Margrét Sigurlásdóttir frá Reynistað, húsfreyja, verkakona, f. 1. janúar 1949.

Börn Margrétar og Erlings:
1. Pétur Erlingsson, f. 17. mars 1972, d. 13. september 2017.
2. Aldís Erlingsdóttir, f. 4. júní 1979.
Pétur bjó við Kirkjubæjarbraut 10. Hann var ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.