Páll Halldórsson (Brandshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Páll Halldórsson í Kumbaravogi á Stokkseyri, bóndi, lifir af sjó, fæddist 7. júní 1816 og lést 13. júní 1896.
Foreldrar hans voru Halldór Pálsson bóndi í Vatnsdal, f. 1745 á Uxahrygg á Rangárvöllum, d. 18. október 1829, og síðari kona hans Guðlaug Jónsdóttir frá Skeggjasöðum í V.-Landeyjum, f. 1776.

Páll var með foreldrum sínum í Vatnsdal í Breiðabólstaðarsókn, Rang. 1816, var léttadrengur á Velli í sömu sókn 1835, vinnuumaður í Brandshúsi í Eyjum 1845, vinnumaður á Vilborgarstöðum 1862 og 1863, vinnumaður á Forsæti í Landeyjum, bóndi í Sleif í Landeyjum, síðan bóndi og sjómaður í Kumbaravogi á Stokkseyri.

Kona Páls var Þórunn Björnsdóttir, f. 29. nóvember 1817, d. 20. júlí 1900. Foreldrar hennar voru Björn Sigmundsson bóndi í Norður-Fíflholtshjáleigu í V.-Landeyjum, f. 1781, d. 16. maí 1820, og kona hans Rannveig Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 1796, d. 13. júní 1865.
Börn þeirra hér:
1. Pálína Pálsdóttir, f. 4. febrúar 1855, d. 14. september 1922.
2. Þórunn Pálsdóttir, f. 31. ágúst 1860, d. 31. mars 1936.
3. Soffía Pálsdóttir, f. 22. apríl 1864, d. 1. nóvember 1958.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.