Oddur Guðmundsson (Litlu-Hólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Oddur Guðmundsson frá Litlu-Hólum í Mýrdal, sjómaður fæddist þar 22. apríl 1863 og fórst með skipinu Jósefínu í apríl 1888.
Foreldrar hans voru Guðmundur Þorsteinsson bóndi, f. 17. mars 1815, d. 14. júlí 1864, og kona hans Kristjana Nikulásdóttir húsfreyja, f. 15. júlí 1819 í Laugarnesi við Reykjavík, d. 5. apríl 1899.

Oddur var hjá foreldrum sínum á Litlu-Hólum til um 1865, var ómagi á Norður-Hvoli í Mýrdal 1865/70-1877/79, vinnumaður á Mið-Hvoli þar 1877/9-1880, var léttadrengur í Ystabæli u. Eyjafjöllum 1880.
Hann fór til Eyja 1882, var sjómaður á Vesturhúsum og fórst 1888.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.