Notandaspjall:Erla Vautey

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Eg vil gera athugasemdir við grein á Heimaslóð um afa minn Guðmund Einarsson, útvegsbónda í Viðey, Vestmannaeyjum, en margar rangfærslur eru þar. Mig grunar að hér sé mönnum ruglað saman. Fæðingardagur er til dæmis ekki réttur. Eg sendi hér með upplýsingar, sem ég hef safnað saman. Þið getið notað það, sem ykkur hentar úr þessari samantekt, en endilega leiðréttið það, sem rangt er. Svona merkur maður á skilið að rétt sé með farið. Bestu kveðjur, Erla Sveinbjörnsdóttir Vautey

Eg er dóttir Guðríðar Guðmundsdóttur Einarssonar. Hún er enn á lífi, 95 ára gömul og hefur frábært minni og geymir mikinn fróðleik um föður sinn og Vestmannaeyjar. Hún var aðstoðarmaður föður síns í rekstrinum í mörg ár og tók við, þegar hann dó á besta aldri, aðeins 57 ára gamall. Hún dvelur á Hrafnistu í Laugarási, Reykjavík.