Níels Abrahamsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Níels Abrahamsson sjómaður frá Eyvindarstöðum á Álftanesi fæddist 5. október 1787 í Bessastaðasókn þar og lést 17. mars 1840.
Foreldrar hans voru Abraham Ottesen og Guðrún Árnadóttir húsfreyja, f. 1751, d. 14. apríl 1834.

Níels var 14 ára með ekkjunni móður sinni á Eyvindarstöðum 1801, á Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd 1816, án titils.
Hann fluttist að Ofanleiti 1834, var þar vinnumaður.
Þau Hallbera giftust í Eyjum 1827 og bjuggu í Níelshjalli 1828 og 1829, fluttust á Álftanes, sennilega 1830 og bjuggu þar 1835.
Níels var sjómaður, lést 1840 úr bólusótt.
Þau Hallbera voru barnlaus, en hjá þeim var Eyjólfur sonur hennar frá fyrra hjónabandi.

Kona Níelsar, (1827 í Eyjum), var Hallbera Benediktsdóttir húsfreyja, f. 1779, d. 14. maí 1858.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.