Minningarvefur um Pál Steingrímsson/Æskuárin í Vestmannaeyjum
Páll og bræður hans ólust upp við búskap þar sem móðir þeirra sá að mestu leiti um hænur og faðir þeirra um kúna á bænum (Páll Magnússon, Friðþjófur Helgason og Ólafur Ragnar Halldórsson, 2016). Páll ólst upp í Ljósheimum við Hvítingaveg 6 og var það æskuheimili þeirra bræðra. Steingrímur faðir þeirra var bókavörður, barnaskólakennari og síðar skólastjóri Barnaskóla Vestmannaeyja (Áfangar.com, 2018). Páll stundaði nám við Barnaskóla Vestmannaeyja og Gagnfræðiskóla Vestmannaeyja áður en leið hans lá í Kennaraskólann (Er enn á fullu í gerð heimildarkvikmynda, 2015).
Lífríkið og náttúran í Eyjum var fljót að heilla Pál og eyddi hann ófáum stundum við sjávarlónið og í fuglabyggð nærstandandi fjalla (Páll Magnússon o.fl., 2016). Ungur að árum hóf hann að fanga ýmis dýr og uni hann sér við að skoða þau nánar. Hann tók síðar meir upp á því að mynda og segja sögu náttúrulífsins sem var morandi allt í kringum Eyjarnar (Ólafur J. Engilbertsson, 2009). Eins og aðrir ungir drengir í Vestmannaeyjum á þessum tíma, þá byrjaði Páll ungur að vinna. Hann vann í fiski frá frá 12 ára aldri þar sem hann ísaði á bryggjunum þegar aflahrotur skiluðu sér inn (Er enn á fullu í gerð heimildarkvikmynda, 2015). Hann hélt fyrst til sjós 17 ára gamall á bátnum Guðrúnu VE. Öll ný upplifun fannst honum spennandi og var glíman við 200 punda lúðu eitt af ævintýrunum (Páll Magnússon o.fl., 2016). Páll starfaði einnig sem leiðsögumaður á sínum yngri árum þar sem hann aðstoðaði meðal annars fuglaskoðara og myndatökumenn og leiddi þá um Eyjarnar (Ólafur J. Engilbertsson, 2009).