Margrét Sigurðardóttir (Þingholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Jónasína Sigurðardóttir frá Háfi í Háfshverfi í Djúpárhreppi, Rang., húsfreyja fæddist 10. júlí 1893 á Hofi á Rangárvöllum og lést 27. september 1930.
Foreldrar hennar voru Sigurður Þorgeirsson bóndi í Háfi, f. þar 11. ágúst 1861, drukknaði 2. apríl 1908 við Loftsstaði í Flóa, og Þorbjörg Símonardóttir frá Hraunshjáleigu í Ölfusi, húsfreyja í Háfi, síðast í Reykjavík, f. 20. febrúar 1867, d. 19. júlí 1915.

Margrét var með foreldrum sínum, en faðir hennar drukknaði, er hún var á 15. árinu. Hún var með móður sinni í Háfi næstu árin, en hún fluttist með henni til Reykjavíkur 1914, bjó við Austurstræti 18 við giftingu 1918.
Þau Guðmundur giftu sig 1918, fluttu til Eyja á því ári, bjuggu í Þingholti við Heimagötu 2a 1919 og 1920, í Engidal við Brekastíg 15c 1921. Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu þar við fæðingu Pálfríðar 1925, bjuggu á Bergsstaðastræti 42 1930.
Margrét var skráð blind við manntal 1920.
Hún lést 1930 og Guðmundur 1971.

I. Maður Margrétar, (5. september 1918) var Guðmundur Einarsson sjómaður, skipstjóri, f. 12. mars 1885, d. 1. ágúst 1971.
Börn þeirra var
1. Sigfríð Þorbjörg Guðmundsdóttir Breiðfjörð húsfreyja, f. 26. júní 1919 í Þingholti, d. 4. desember 1989. Fyrrum sambúðarmaður hennar Jón Jónasson verkamaður. Maður hennar Kenneth Breiðfjörð verslunarmaður.
2. Fanný Ágústa Guðmundsdóttir Thorlacius húsfreyja á Nýlendugötu 20A í Reykjavík, f. 8. október 1921 í Engidal við Brekastíg 15c. Maður hennar Þorleifur Ólafsson Thorlacius skipasmíðameistari.
3. Pálfríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 25. apríl 1925 í Reykjavík, d. 3. nóvember 1997. Maður hennar Steinþór Ingvarsson pípulagningamaður.
4. Guðni Ragnar Guðmundsson starfsmaður Loftleiða, bjó í Ytri-Njarðvík, f. 17. júlí 1928 í Reykjavík, d. 7. febrúar 1999.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.