Margrét Sæmundsdóttir (Eyjarhólum)
Margrét Sæmundsdóttir, gangastúlka, húsfreyja, verslunarmaður í Rvk fæddist 19. ágúst 1910 á Eyjarhólum í Mýrdal og lést 25. desember 1985.
Foreldrar hennar voru Sæmundur Bjarnason, vinnumaður, bóndi, tómthúsmaður, f. 4. október 1880, d. 29. mars 1962 í Rvk, og kona hans Oddný Runólfsdóttir, húsfreyja, f. 19. maí 1886, d. 28. janúar 1969 í Rvk.
Margrét var með foreldrum sínum í Eyjarhólum til 1924, í Vík 1924-1927, fór þá til Eyja, var gangastúlka á Sjúkrahúsinu 1930, húsfreyja í Rvk 1939 og 1962.
Þau Jón giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Maður Margrétar var Jón Þórðarson, kaupmaður í Rvk, f. 3. apríl 1907, d. 25. desember 1973.
Börn þeirra:
1. Þórður Sævar Jónsson, f. 24. ágúst 1934, d. 18. júlí 2013.
2. Þóra Jónsdóttir, f. 12. maí 1947.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.