Margrét Jónsdóttir yngri (Oddsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Margrét Jónsdóttir vinnukona fæddist 1836 í Mýrdal og lést 19. maí 1896 á Oddsstöðum.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi á Brekkum í Mýrdal, f. 1798, d. 9. júní 1872 í Norðurgarði þar, og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1806 í Reynisholti í Mýrdal, d. 22. maí 1868 á Brekkum þar.

Margrét var með foreldrum sínum 1835 og 1845, líklega léttastúlka á Vatnsskarðshólum 1850.
Hún fluttist úr Mýrdal að Gjábakka 1857, var vinnukona þar enn 1860, í Nýjabæ 1866 og enn 1869, á Vilborgarstöðum 1870, í Jónshúsi 1872, á Gjábakka 1873 og enn 1875, í Norðurgarði 1879 og enn 1885, í Draumbæ 1886 og 1887, í Brekkuhúsi 1888, aftur í Norðurgarði 1889-1892, lausakona þar 1893, vinnukona á Oddsstöðum 1894 og 1895.
Margrét lést á Oddsstöðum 1896.
Hún var einhleyp.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.