Margrét Jónsdóttir (London)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Jónsdóttir frá Sólheimahjáleigu í Mýrdal, bústýra í Götu á Landi fæddist 8. júlí 1843 í Sólheimahjáleigu og lést 3. desember 1919 á Dyrhólum í Mýrdal.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson bóndi á Litluheiði í Mýrdal, f. 1775, d. 6. júlí 1857, og kona hans Steinunn Eiríksdóttir húsfreyja, f. 1806 á Vitleysu (Þykvabæjarklausturshjáleigu), d. 23. nóvember 1866.

Margrét var með móður sinni, í Sólheimahjáleigu 1843-1844/5, í Pétursey í Mýrdal 1844/5-1846/7, í Skarði á Landi 1850. Hún var vinnukona með móður sinni í Gaulverjabæjarhreppi, Árn. 1860.
Margrét var bústýra hjá Jóhanni Jónssyni í Götu á Landi 1870, vinnukona í Giljum í Mýrdal 1885/6-1888, á Stóru-Heiði þar 1888-1889, á Skagnesi þar 1889-1890, á Dyrhólum þar 1890-1895, í Reynisdal þar 1895-1899, í Suður-Hvammi þar 1900-1901, á Dyrhólum 1901-1905, var í Rvk, koma þaðan 1909.
Margrét kom til Eyja 1909, var vinnukona í London í Eyjum, á Hvoli í Mýrdal 1911-1915, hjá syni sínum á Dyrhólum 1915-æviloka. Margrét bjó með Jóhanni í Götu, þá ekkjumanni. Þau bjuggu 1878-1883, eignuðust eitt barn.
Jóhann lést 1911 og Margrét 1919.

I. Sambúðarmaður Margrétar var Jóhann Jónsson bóndi í Götu í Landssveit, f. 8. júlí 1840 í Klofa á Landi, d. 24. apríl 1911 á Eyrarbakka. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi í Klofa (Stóra-Klofa), f. 3. mars 1799 á Hálsi á Rangárvöllum, d. 14. júlí 1852, og kona hans Guðrún Halldórsdóttir, f. 29. október 1799 á Leirubakka á Landi, d. 18. júlí 1863.
Börn þeirra:
1. Seingrímur Jóhannsson bóndi í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd, Gull., f. 1. september 1879, d. 30. júní 1944. Fyrri kona hans Sigríður Eiríksdóttir. Síðari kona hans Sigurlaug Þórðardóttir.
2. Guðmundur Jóhannsson, flutti til Ameríku, f. 9. október 1880, d. um 1918-1919.
3. Eiríkur Jóhannsson bóndi á Felli í Mýrdal, f. 25. október 1883, d. 21. febrúar 1954. Kona hans Guðrún Hafliðadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntal 1910.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.