Margrét Jónsdóttir (Hólmgarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Margrét Jónsdóttir frá Eyvindarhólum u. Eyjafjöllum, vinnukona fæddist 21. ágúst 1874 og lést 3. ágúst 1941.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson bóndi, f. 1. mars 1850, d. 28. apríl 1903, og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. febrúar 1845, d. 6. mars 1927.

Systir Margrétar var Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1876, d. 6. febrúar 1950.

Margrét var með foreldrum sínum í æsku, með móður sinni í Hrútafellskoti efra 1901, var verkakona hjá Guðríði systur sinni og Magnúsi á Minni-Borg 1910.
Hún fluttist til Eyja með Guðríði og fjölskyldu hennar 1911. Þeim fylgdi Ragnhildur Jónsdóttir móðir þeirra.
Margrét var með þeim í Dvergasteini og þar eignaðist hún Jónu Gíslínu með Magnúsi 1915.
Hún var með þeim á Heklu 1916 með barnið, 1917 á Háeyri, ógift með barn sitt og móður sína á Vestari-Gjábakki 1920, vinnukona á Heklu 1922 með móður sinni og Jónu, en þar var einnig Alexander sonur Ragnhildar Magnúsdóttur. Hún var með þeim í Nikhól 1924, með Guðríði og Magnúsi á Bergstöðum 1927 og með þeim á Miðhúsum 1930, lausakona þar 1934, en var hjá Jónu dóttur sinni og Óla í Hólmgarði 1940.
Margrét lést 1941.

Barnsfaðir Margrétar var Magnús Jónsson steinhleðslumeistari, f. 17. maí 1875, d. 25. október 1958.
Barn þeirra var
1. Jóna Gíslína Magnúsdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1915, d. 19. nóvember 1995.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.