María Jónsdóttir (Sandprýði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

María Jónsdóttir frá Hóli í Fjörðum, húsfreyja fæddist 7. október 1904 á Brekku í Hvalvatnsfirði og lést 12. mars 1996.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson Fanndal úr Skagafirði, bóndi, sjómaður á Knarrareyri í Flateyjarhreppi og á Brekku í Hvalvatnsfirði í Fjörðum, síðar lausamaður víða, bóndi og sjómaður á Bæjarstæði á Seyðisfirði eystra, síðast bóndi á Brakanda í Hörgárdal í Eyjafirði, f. 22. ágúst 1872 á Helgastöðum í Fljótum í Skagafirði, d. 23. mars 1969, og sambýliskona hans, (skildu um 1908), Manasína Guðrún Sigurðardóttir frá Skógum í Hörgárdal, húsfreyja á Brekku, síðar á Hóli í Þorgeirsfirði, og enn síðar húsfreyja á Brautarhóli í Grenivík, f. 25. nóvember 1877, d. 4. febrúar 1944.

Börn Jóns og Manasínu í Eyjum:
1. Sigurvin Marinó Jónsson, f. 20. maí 1900, d. 16. desember 1962.
2. Eiður Jónsson skipstjóri, f. 7. febrúar 1902, d. 28. apríl 1939.

María var með móður sinni á Hóli í Fjörðum 1910, flutti til Siglufjarðar 1915.
Hún giftist Ólafi Árnasyni 1925 og eignaðist með honum Sverri 1925, en Ólafur lést 1927.
María kom til Eyja 1929, var gestur í Sandprýði 1930 með Sverri son sinn. Þau Georg giftu sig 1931, misstu Sverri 1932, eignuðust kjörbarn. Þau bjuggu snemma á Ólafsfirði, fluttu til Reykjavíkur um 1950, í Grindavík um skeið, á efri árum í Hraunbúðum í Eyjum, en síðast bjuggu þau á Hrafnistu í Reykjavík.
Georg lést 1983 og María 1996.

I. Fyrri maður Maríu var Ólafur Árnason verkamaður á Siglufirði, f. 10. október 1896, d. 14. október 1927.
Barn þeirra:
1. Sverrir Ólafsson, f. 28. júní 1925, d. 17. janúar 1932.

II. Síðari maður Maríu, (22. maí 1931), var Georg Þorkelsson vélstjóri, útgerðarmaður, skipstjóri, síðar verkamaður, f. 4. ágúst 1906, d. 28. desember 1983.
Barn þeirra, kjörbarn:
1. Sverrir Ólafur Georgsson læknir, sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum í Bandaríkjunum, f. 20. janúar 1934 á Ólafsfirði, d. 1. marss 2022. Sverrir var þríkvæntur: I. kona var Sigurlína Helgadóttir. II. kona: Anna Þóra Guðmundsdóttir. III. kona hans: Unnur Erla Atladóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið 1983, 1996. Minningargreinar.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.