María Friðþjófsdóttir

María Friðþjófsdóttir, (skírð Indíana María Axfjörð), húsfreyja, verslunarmaður, síðar starfsmaður við Sundlaug Selfoss og síðast í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla, fæddist 18. september 1939 í Valhöll og lést 15. janúar 2025 á Lsp.
Foreldrar hennar Jóhanna Vilhjálmsdóttir, f. 24. október 1915, d. 29. ágúst 1996, og Friðþjófur Ólafsson, frá Súgandafirði, verkamaður, f. 11. júlí 1917, d. 10. júlí 1985.
Fósturfaðir Maríu var Páll Júlíus Pálsson, frá Eystra-Fróðholti, bóndi, f. 6. júlí 1916, d. 22. desember 1959.
Þau Helgi giftu sig 1959, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Selfossi.
I. Maður Maríu er Helgi Helgason frá Ey í V.-Landeyjum, bæjarritari á Selfossi, f. 22. júlí 1937. Foreldrar hans Helgi Pálsson, bóndi, f. 23. febrúar 1889, d. 26. mars 1976, og Margrét Árnadóttir, f. 2. júní 1887, d. 6. júní 1956.
Börn þeirra:
1. Jóhann Páll Helgason, f. 7. ágúst 1958, d. 12. september 2022.
2. Helgi Grétar Helgason, f. 8. október 1962.
3. Kári Helgason, f. 16. mars 1965.
4. Katrín Helgadóttir, f. 30. apríl 1966.
5. Kristín Helgadóttir, f. 25. desember 1969.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.