Magnús Sigurjón Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Sigurjón Guðmundsson, sjómaður fæddist 16. nóvember 1916 í Litlabæ og lést 20. maí 1952.
Foreldrar hans voru Guðmundur Ástgeirsson sjómaður frá Litlabæ, f. 22. maí 1889, d. 26. ágúst 1970, og sambúðarkona hans Jóhanna Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. júní 1889, d. 4. apríl 1977.

Börn Jóhönnu og Guðmundar:
1. Magnús Sigurjón Guðmundsson sjómaður, f. 16. nóvember 1916, d. 20. maí 1952.
2. Jón Maríus Guðmundsson vélstjóri, skipstjóri, f. 9. febrúar 1920, d. 27. apríl 2006.

Magnús var með foreldrum sínum í Litlabæ og í Sjólyst við Strandveg 41 í æsku.
Hann var sjómaður, lést 1952.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.